Færsluflokkur: Bloggar

Veggir og múr

Núna eru flestir veggir komnir upp í húsinu. Á sunnudag og í dag var skellt upp veggjunnum sem skilja af fostofuna og fostofuherbergið, einnig var klárað að setja flesta veggina upp í loft á efri hæðinni og byrjað að setja upp veggin sem er inni í hjónaherberginu uppi fyrir baðherbergið og fataherbergið. Múrararnir eru búnir að múra allt innandyra og byrja þeir að múra húsið að utan á miðvikudaginn.

Það var gestkvæmt hjá okkur um helgina í þrymsölunum þegar fullt af fólki frá Akureyri kom að skoða kofan okkar ;). Mamma ætlar svo að taka myndir á morgun því að það hefur nú ýmislegt gerst síðan Akureyrarliðið skoðaði og reyni ég að skella þeim inn annað kvöld.

Kveðja Íris


En gengur vel

Núna er búið að múra alla íbúðina niðri og byrjað að múra uppi. Úttektin var ekki í dag en þeir sögðu að þeir myndu koma einhver tíman á næstu tveimur dögum svo við vonum að þeir komi fyrir helgi. Ég og Alli vorum að kubba upp veggi í gær til að verða kl 21 og náðum við að gera helling.

Svo núna þarf að þrífa íbúðina mína áður en að pabbi getur byrjað að skella hitalögnunum á gólfið. Það er nú ekki langt í að íbúðin verði tilbúin ;) þegar búið er að setja hitalagnirnar þarf að flota gólfið og svo fínpússa veggina og mála og þá er bara allt tilbúið til að skella upp innréttingunum ;) svo að við ættum alveg að ná að flytja inn 30 maí ef ekkert klikkar.

Núna fara prófin að byrja hjá mér svo að það gæti komið fyrir að það verði eitthvað lengra á milli bloggfærslna en ég reyni að setja inn fréttir þegar ég hef smá tíma á lausu.

Síðustu daga er búið að vera þónokkuð um heimsóknir á síðuna en fólk er ekkert að kvitta fyrir sig hmmmm endilega kvitta því gaman er að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur.

Kveðja Íris


Úttekt á miðvikudaginn ;)

Jæja á miðvikudaginn verður gerð úttekt á húsinu fyrir fokheldið. Það er allt tilbúið og ætti það því að öllum líkindum að ganga í gegn.

Það er langt komið með að múra íbúðina mína. Pabbi er byrjaður að flísaleggja bílskúrinn og búinn að skella upp hillum svo að þetta er að verða svaka flottur bílskúr. Það verður svo sennilega byrjað að múra veggina á efrihæðinni á morgun og svo í framhaldi af því steypt húsið að utan.

Það gengur áfram vel og vonum við að það muni ganga svoleiðis næstu 7 vikurnar því stefnan er tekin á að flytja 30. maí.

Ætla að skella mér upp í hús á eftir og taka fullt af myndum af því hvernig þetta lítur allt út núna og skelli þeim svo inn í kvöld

Kveðja Íris


Hellingur að gerast

Hæ hæ núna er slatti að gerast, það var í dag byrjað að múra íbúðina mína. Búið er að rappa sem er lag sem er sett fyrst og svo er múrinn settur yfir það. Búið er að fara eina umferð yfir bílskúrinn með fínpúsningu og er verið að fara seinni umferðina núna.

Á efrihæðinni er verið að gera hitt og þetta, einangra í kringum gluggana, rífa í burtu spíturnar sem eru utan á húsinu sem voru settar þegar verið var að steypa þakkantinn. Búið er að rífa mest alla dokana úr lotftinu á efrihæðinni og milliveggir komnir áleiðis upp á þremur stöðum.

Kveðja Íris


Nokkrar myndir

Var að skella inn nokkrum myndum ;) örugglega til fleiri myndir í tölvunni hans pabba skelli þeim inn seinna ;)

 


Dugleg um helgina

Jæja það gerðis nú eitthvað um helgina, allir gluggarnir voru settir í og byrjað að setja frauð til að loka þeim. Búið er að rífa mikið af dokunum niður úr loftinu. Arinbjörn og Friðný byrjuðu að skella upp milliveggjum á efrihæðinni.

Í dag verður svo haldið áfram að setja frauð í gluggana og taka niður úr loftinu og eitthvað fleira ;)

Kveðja Íris


Ýmislegt í gangi

Hæ hæ það er nú ýmislegt að gerast í húsinu, það er búið að fækka stoðum undir þakplötunni, rafvirkinn dundar inn í íbúðinni minni og svo á að fara setja hurðina í forstofuna hjá Arinbirni og Friðnýju svo að hægt sé að taka dótið úr bílskúrnum og setja það inn í forstofuna því að það á að fara fínpússa bílskúrinn.

Það vantar ekki mikið uppá að efrihæðin verði fokheld og gæti það gerst núna á næstu dögum og fljótlega í næstu viku ættum við að geta sótt um foheldisvottorð.

Jæja skrifa meira um helgina og skelli þá líka inn myndum.


Gleðilega páska

Hæ hæ allir

Gleðilega páska, það sem er að frétta af húsinu er að á meðan ég var í danmörku þá var skellt fullt af gluggum í efrihæðina og fækkað stoðum undir þakplötunni. Það á aðalega eftir að setja stóru gluggana í efrihæðina og þarf kranabíl í það því það eru svo stórir og þungir gluggar. Veit ekki hvenær það verður gert en öruggast er að gera það þegar búið er að slá undan plötunni svo að við missum ekki dokana í gluggana og brjótum þá. Það eru komnir 10 dagar síðan platan var steypt og þarf að býða í ca 5-10 daga í viðbót.

Rafvirkinn er búinn að vera að vinna eitthvað í rafmagninu í íbúðinni minni. Búið er að skella dósum á fullt af stöðum og fræsa fyrir svo að rörin komis inn í vegginn.

læt þetta duga Kveðja Íris

P.s. prinsinn á heimilinu hann Orri Páll er 8 ára í dag, til hamingju með daginn elsku karlinn minn ;)


MYNDIR

Jæja skellti inn nokkrum myndum. Albúmið heitir ýmislegt.

Kem heim á laugardaginn og blogga bara næst þá. Kveðja Íris


Búið að steypa allt ;)

Jæja þá er sko búið að steypa allt vííííííiiiiiii núna er bara að klára að loka húsinu svo að það verði fokhelt og er byrjað að undirbúa það að skella gluggunum í efrihæðina.

Jæja ég er að fara til danmerkur í fyrramálið svo að það verður ekki skrifað á meðan. Ef það eru einhverjar myndir þá reyni ég að skella þeim inn í kvöld

Kveðja Íris


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband