Færsluflokkur: Bloggar

Flísalögn, múrun, málun og innréttingar

Jæja múrararnir voru að byrja að múra húsið að utan. Flísarinn er búinn að flísaleggja þvottahúsið og á morgun byrjar hann á baðherberginu. Búið er að setja hurðar og festa alla skápa nema forstofuskápinn hjá mömmu og pabba. Málarinn er búinn að vera sparsla og pússa veggina, þannig að það er allt í gangi og styttist í að allt verði klárt fyrir flutning.

Við fáum svo hurðar í næstu viku og borðplötuna sennilega líka.

Kveðja Íris


10 dagar í flutning

Það eru ekki nema 10 dagar þar til að við flytjum og ætti það alveg að hafast. Það er búið að setja saman alla skápa og á reyndar eftir að festa skápinn í forstofu herberginu og forstofunni hjá mömmu og pabba. Eldhúsið er 90% tilbúið og er búið að mæla fyrir borðplötunni og kemur hún vonandi í næstu viku ;)

Pabbi setti hitann á gólfið í gær og ætti það að hjálpa til við að ná rakanum úr gólfinu sem fyrst svo að hægt verði að setja gólfefnin á. Í dag kemur maður sem ætlar að flísaleggja bað og þvottahús. Það er verið að gera allt klárt svo að hægt sé að múra húsið að utan.

Segi þetta gott í dag. Kveðja Íris


Innréttingar, Innréttingar og aftur innréttingar

Við erum búin að vera í gær og í dag að setja upp innréttingar og gengur bara vel. Það er byrjað að myndast eldhús, komnir fataskápar í forstofuna hjá mér, herbergið hans Orra Páls og svo erum við búin að setja saman skápana fyrir forstofuna hjá gamla settinu og fyrir svefnherbergið mitt en það á eftir að festa þá. Það er búið að setja hluta af vaskahús innréttingunni upp. Á morgun verður svo haldið áfram þannig að við ættum að fara langt með að klára á morgun Grin

Skelli inn nokkrum myndum á eftir. Kveðja Íris


Allt á fullu

Þá er búið að steypa, gekk bara mjög vel og núna er bara að bíða þangað til á morgun en þá er hægt að stíga inn á gólfið. Fengum frábært veður í morgun og getum því haft alla glugga opna svo að þetta sé fljótara að þorna og þá myndast ekki eins mikill raki inn í íbúðinni.

Á morgun verður svo byrjað á því að ná í innréttingarnar og erum við komin með allavegana tvo smiði núna næstu daga til að hjálpa okkur með að skella þeim upp. Á mánudaginn kemur svo maður til að flísaleggja baðið og vaskahúsið.

Eftir um 2 vikur má svo skella gólfefni á gólfið svo að það ætti að sleppa áður en við flytjum inn ;)

Skelli inn nokkrum myndum í viðbót í gólf albúmið

Kveðja Íris


Steypa á morgun ;)

Jæja þá á að steypa gólfið á morgun ;) var að skella inn nokkrum myndum af því þegar lagt var á gólfið. Skelli svo inn fleiri myndum á morgun eftir að það er búið að steypa gólfið.

Kveðja Íris


Gólfhiti

Jæja pabbi er byrjaður að setja mottur á gólfin á neðri hæðinni. Ofan á þessar mottur fer síðan gólfhitinn og svo verður steypt yfir þetta á miðvikudaginn. Rafvirkinn er búinn að draga rafmagn í mest allt niðri.

Gólfið þarf svo að jafna sig í sólahring áður en að hægt verður að ganga inn á það, þannig að á fimmtudag - föstudag í næstu viku verður byrjað að setja upp innréttingarnar ;)

Núna er ekki nema 20 dagar þangað til að við ætlum að flytja, ef ekkert tefst þá ætti það að hafast

Kveðja Íris


Baðkar, sturtubotn og málun

Hæ hæ, núna er komið baðkar og sturtubotn inn í íbúðina mína. Hægt að fara í bað ;) Málarinn er búinn að mála tvær grunnumferðir yfir veggina niðri. Ekkert efni fyrir gólfhitan kom í síðustu viku en ætti að koma á þriðjudaginn, sama er með efnið sem á að múra með að utan það er ekki komið svo að það er ekki byrjað að múra húsið.

Kveðja Íris. Skelli inn nokkrum myndum


????

Það er nú nánast allt við það sama. Gert er ráð fyrir að byrja í vikunni að setja hitan í gólfið á neðrihæðinni. Það tekur nokkra daga svo að fljótlega eftir næstu helgi ætti að vera hægt að flotagólfið.

Ætla að reyna að setja alla vegana inn smá fréttir einu sinni í viku á meðan ég er í prófunum. Núna er líka ekkert þannig mikið að gerast svo að ég myndi bara vera að blaðra um það sama aftur og aftur ef ég skrifa eitthvað oftar. Ef það er eitthvað merkilegt að frétta þá auðvitað skelli ég því inn.

Kveðja Íris


Ekki mikið að segja

Hef nú ekki mikið að segja en ætla samt aðeins samt að láta heyra í mér. Það er allt á fullu á neðri hæðinni. Búið er að fara tvær umferðir yfir veggi og loft með fínpússningu og verður sennilega farið þriðju umferðina á morgun og þá ættu veggirnir að vera tilbúnir svo að hægt sé að mála. Þá er bara að þrífa íbúðina vel og hreinsa allt út svo að hægt sé að leggja hitan í gólfið.

Ætli þetta sé ekki allt sem ég get sagt í dag. Kveðja Íris


Múrun að utan

Jæja var að skella inn nokkrum myndum og svo í leiðinni bara að láta vita að það verður ekki byrjað að múra að utan fyrr en eftir viku. Efnið ekki til sem á að múra með þess vegna verður seinkun. Fengum í dag fokheldisvottorðið úr þinglýsingu og á morgun kemur svo fasteignamat á kofan

Kveðja Íris


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband