Færsluflokkur: Bloggar
16.3.2008 | 18:54
eitthvað vesen með myndir
Ég setti inn myndir á föstudaginn og var að sjá núna áðan að þær bitrust ekki inn á heimasíðunni. Ég er að reyna að koma þeim inn aftur en gengur brösulega.
Í dag erum við búin að vera að taka saman rusl sem var í kringum húsið og fara með í sorpu. Pabbi tengdi klósett inn í íbúðinni minni. Alli er búinn að vera að gera tilbúið fyrir síðustu steypuna sem verður sennilega á þriðjudaginn.
Kveðja Íris
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 20:19
Þakplatan steypt
Góða kvöldið
Í morgun var þakplatan steypt og gekk bara vel. Núna er bara að bíða á meðan hún þornar og á morgun verður byrjað að setja upp þakkantinn, hann verður svo vonandi steyptur þriðjudaginn og þá er búið að steypa allt sem steypa þarf ;)
Það voru teknar einhverjar myndir, reyni að skella þeim inn á eftir eða morgun. Kveðja Íris
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 19:24
Steypa á fimmtudag
ÚFFFFFFF það eru greinilega allir á höfuðborgarsvæðinu sem eru að byggja að steypa í vikunni. Það var hringt í morgun til að panta steypu fyrir miðvikudaginn en nei það er sko ekkert hægt að fá steypu fyrr en á fimmtudaginn því það er svo margir búnir að panta steypu næstu daganna.
Skrifa næst á fimmtudaginn og verð þá vonandi með myndir til að skella inn í leiðinni. Kveðja Íris
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 19:36
Gengur vel
Góðan daginn
Það gengur bara vel með húsið áfram ;) núna er búið að setja upp alla veggina sem tilheyra íbúðinni minni. Þeir eru reyndar ekki komnir alveg upp í loft þar sem að rafvirkinn þar fyrst að taka niður lagnirnar úr loftinu svo að hægt sé að leggja þær svo í veggina. Rafvirkinn kom aðeins í gær og skellti nokkrum ljósum upp svo að það er komið ljós í íbúðina ;)
Járnabindingamennirnir eru búnir að járnabinda þakplötuna og smiðirnir mæta svo á morgun og þurfa að klára eitthvað smotterí áður en að hægt er að steypa. Stefnan er tekin á að steypa annað hvort á þriðjudag eða miðvikudag ef vel gengur og veður leifir. Þegar það er búið að steypa þakplötuna á bara eftir að gera þakkantinn og þá er húsið orðið fullreist, þá vantar bara að skella gluggunum í á efrihæðinni og þá er allt húsið orðið fokhelt.
Segi þetta gott núna. Kveðja Íris
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 21:42
Veggir að myndast
Hæ allir en og aftur hehe. Í dag var ég, pabbi og Alli að hlaða upp veggi í íbúðinni minni, erum langt komin með veggina sem skilja að svefnherbergið, vaskahúsið og baðherbergið. Semsagt kubbarnir komu í dag og vinnuskúrinn var tekinn ;)
Járnabindingamennirnir eru að vinna í þakplötunni. Það verður vonandi hægt að steypa hana eftir helgi en það verður víst að vera alveg þurt þegar hún er steypt eitthvað að gera með að platan verður ekki alveg bein 10% halli á henni svo að snjór og vatn renni betur af þakinu.
Skelli inn fleiri myndum í albúmið gluggar og fleira
Kveðja Íris ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 22:05
Íbúðin mín fokheld ;)
Jæja í dag var íbúðinni minni lokað þannig að hún er orðin fokheld. Það var settur hitaplásari inn í íbúðina þannig að það er byrjað að hitna þar inni og snjórinn byrjaður að bráðna ;)
Pabbi skellti hita á gólfið í bílskúrnum í dag. Gólfplatan var svakalega köld svo að það kemur bara kalt vatn út í staðin fyrir það sjóðandi heita sem fer í gegnum rörin í gólfinu.
Vinnuskúrinn sem að við erum búin að vera nota var tæmdur í dag og vonandi losnum við, við hann á morgun. Um leið og vinnuskúrinn verður tekinn kemur kranabílinn með kubbana sem að við munum nota við að hlaða upp milliveggjunum inn í íbúðinni.
Hef ekki frá fleiru að segja í dag. Kveðja Íris sem er að reyna að vera duglegri bloggari (bara fyrir Inga Snorra hehe)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 20:33
Allt á fullu
Góða kvöldið ;)
Núna gengur vel hjá okkur í þrymsölunum, íbúðin mín er að verða fokheld, verður klárað á morgun að setja gluggana í. Það er verið að múra bílskúrinn og er hann því orðinn nánast tilbúinn. Þakið er langt komið og verður sennilega byrjað að járnabinda það á morgun. Á morgun koma einnig menn sem ætla að slípa loftið og veggina í íbúðinni minni svo að vonandi verður byrjað að skella upp milliveggjunum eftir helgi.
Kveðja Íris
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 20:51
Loksins blog og myndir
Já ég veit að ég er nú ekki sú duglegasta að blogga. Núna er hellingur búinn að gerast síðan ég skrifaði síðast í lok janúar. Búið er að steypa bæði útveggi efri hæðarinnar og burðarveggi. Það er byrjað að slá upp þakplötunni og vonandi verður hægt að steypa hana fljótlega. Um helgina erum við búin að vera gera bílskúrinn kláran svo að hægt sé að múra hann að innan og einnig erum við búin að setja fimm glugga í á neðri hæðinni. Það er nú komin góð mynd á húsið og finnst okkur hlutirnir ganga betur núna en þeir gerðu í lok síðasta árs og byrjun þessa.
Kveðja Íris leti bloggari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 14:13
Steypa steypa ;)
Jæja í morgun var byrjað að steypa útveggina á efri hæðinni. Skilst að það hafi gegnið eitthvað smá brösulega með fyrstu steypuna, að hún hafi verið of þykk en vonandi gekk betur með þær sem á eftir komu.
Það er ekki verið að steypa alla leið upp, þetta er ca 2/3 og verður sennilega steypt allaleið upp svo á föstudaginn ef veður leyfir, má ekki vera of kallt og það á víst búið að spá svaka frosti framundan svo að það kemur í ljós.
Það eru örugglega komnar einhverjar myndir inn á myndavélina svo að ég skelli þeim inn í kvöld. Kveðja Íris
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 19:41
Búið að steypa
Það var steypt platan í morgun og er það voðalegur léttir ;) Ég var að skella inn nokkrum myndum sem teknar voru í morgun. Á miðvikudaginn verður svo byrjað að kubba aftur.
Læt þetta duga núna kveðja Íris
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)