Gengur hægt

Jæja hlutirnir ganga hægt í þrymsölum en við eigum von á steypu kl 8 í fyrramálið. Það er allt að verða tilbúið til þess að hægt sé að steypa, búið að ganga hægt að klára plötuna en vonandi fara hlutirnir að ganga hraðar þegar búið er að steypa plötuna. Platan þarf að þorna og ca á miðvikudaginn verður vonandi hægt að byrja að kubba upp efrihæðina. Þar sem að það er allt við það sama þá eru engar myndir núna en skelli jafnvel inn myndum annaðkvöld af því þegar verið er að steypa plötuna.

 

Kveðja Íris


Komið nóg af leiðinlegu veðri

Jæja við erum alveg komin með upp í kok af leiðinlegu veðri. Það hefur nú lítið verið hægt að gera í desember vegna veðurs og til að toppa þetta allt þá kom það í ljós þegar við fórum upp á lóð 1. janúar að það hafði fokið hjá okkur járnagrindin sem búið var að gera vegna plötunar. Það eru tvær myndir í nýjasta albúminu af þessu.  Þetta er nú farið að verða annsi pirrandi og farið að fara í skapið á flestum hér á bæ ;)

Núna vonum við bara að þetta sé búið í bili og að við getum haldið áfram að byggja kofan okkar svo að við getum einhvern daginn flutt inn í hann. Við eigum von á innréttingum og gluggum í febrúar og því þarf það sem eftir er að ganga frekar fljótt og vel fyrir sig.

Það eru komnar myndir í albúm sem heitir fyrsta hæð í vinnslu endilega skoðið og afskaði hvað þetta er búið að taka langa tíma að skella þessum myndum inn

Kveðja Íris og Ninný


Smá fréttir

Það er allt á fullu við að gera plötuna og á morgun á að byrja að járnabinda hana. Það er ekki vitað alveg hvenær platan verður steypt en það verður vonandi sem fyrst. Eftir að það er búið að steypa plötuna þarf hún 10 til 14 daga til að þorna áður en að það er hægt að slá undan henni aftur.

Það er búið að taka eitthvað af myndum og skelli ég mér í tölvuna hans pabba á morgun og skelli þeim inn. Það verður svona uppúr kvöldmat ;)

Segi þetta gott í dag kveðja þrymsalarliðið


Þá er það platan

Jæja þá er búið að slá frá veggjunum á fyrstuhæðinni og allt tilbúið til þess að byrja að slá upp fyrir plötunni. Það verður byrjað á því á morgun þannig að í næstu viku ætti að vera hægt að steypa plötuna og þá er hægt að byrja á annari hæðinni Wink. Veit ekki alveg hvernig statussinn er á myndum en ég skoða það fljótlega og skelli inn þeim myndum sem komnar eru, er svona að reyna að uppfæra eitthvað aðeins þótt ég sé að læra fyrir próf svo að þið lesendur getið fylgst aðeins með. Lofa að vera svo duglegri um leið og prófin eru búin 18. des.

Kveðja Íris


Steypa á morgun

Jæja það á að steypa á morgun burðarvegginna á neðrihæðinni og svo á föstudaginn og um helgina á að slá upp fyrir plötunni svo að það er ýmislegt að gerast. Arinbjörn og Ninny eru nú að fara til danmerkur á morgun svo að þau koma sér undan skítaverkunum í þetta skiptið og er ég í prófum (fyrsta prófið á morgun) svo að ég slepp líka ;) hehe.

Læt þetta duga núna kveðja Íris


Byrjuð aftur

Jæja þetta tók styttri tíma að fá teikningarnar og fá þær svo samþykktar þannig að við erum byrjuð aftur og núna Kl 15 átti steypa að koma. Þannig að Arinbjörn er núna upp í húsi að steypa á fullu. Núna á að setja allt á fullan kraft. Það er allt á réttri leið :)

Reyni að skella inn myndum í vikunni af því þegar var verið að steypa. Kveðja Íris


Stopp í bili

Jæja ég setti tvær myndir í viðbót í albúm útveggir myndast. En staðan núna er sú að það þarf að skila inn fleiri teikningum áður en að við getum haldið áfram svo að núna er teiknarinn að skella því saman og þá þarf að fara með þær til kópavogsbæjar og þá er hægt að halda áfram svo að við erum stopp í einhvern smá tíma.

 Læt vita þegar við byrjum aftur kveðja Íris


Nokkrar myndir

Jæja ég skellti inn nokkrum myndum. Húsið er samt komið aðeins lengra en þessar myndir sýna en þetta eru þær myndir sem gömlu hjónin eru búin að taka eins og er. Reyni að skella inn fleiri myndum um leið og eitthvað meira gerist eins og t.d. þegar búið er að steypa sem verður vonandi í vikunni ef kópavogsbær leyfir (það þarf að skila inn teikningum af því sem á að steypa, fyrir steypu og þeir þurfa að samþykkja áður en að það er steypt).

Kveðja Íris


Myndir á morgun ég lofa

Hæhæ já ég veit að ég hef verið frekar óduglega við að skrifa og setja inn myndir undanfarna daga en ég skal bæta úr því á morgun. Ég er að kafna þessa dagana í verkefnum vegna skólans og því ekki haft mikinn tíma til að skella inn nýjum fréttum hér eða myndum og ekki er neinn annar í fjölskyldunni að skrifa hér nema ég eða skella inn myndunum Errm.

Jæja það sem er að gerast núna með þrymsalina er að það er búið að kubba upp neðri hæðina og er stefnt að því að steypa fljótlega eftir helgi. Eftir það verður farið í það að gera burðarveggi innandyra og svo platan ofan á það ;) Það er að koma mynd á húsið. Við vorum að setja Straumsalina á sölu http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=273507 og ef framhaldið á húsinu gengur vel og straumsalirnir seljast fljótt þá ættum við að flytja svona í kringum mars.

Jæja segi þetta gott núna en skelli inn myndum á morgun, þær eru í tölvunni hans pabba svo að ég verð að skella þeim inn í gegnum hans tölvu og kemst ég ekki í hana núna.

Kveðja Íris


Nokkrar myndir í safnið

Jæja var að skella inn nokkrum myndum, einhverjar fleiri í myndavélinni til að skella inn og vonandi koma þær inn fljótlega. Þær eru af plötunni eftir að hún var steypt og þegar byrjað var að kubba upp fyrsta hringinn af neðrihæðinni og stofuna mína:)

 Kveðja Íris


Platan steypt

Jæja þá var platan steypt loksins í dag. Veðrið búið að stríða okkur heilmikið undanfarið og erum við nú að vona að það fari nú að lagst eitthvað svo að við náum upp smá hraða. Næst á dagskrá er að byrja að kubba upp neðri hæðina og verður gaman að sjá þegar það fara að byrja að myndast veggir á húsið.

Reyni að skella inn myndum fljótlega ;)

Kveðja Íris


Veður setur strik í reikninginn

Jæja eins og landsmenn hafa tekið eftir hefur veðrið ekki verið skemmtilegt síðustu daga, mikil rigning og rok sem gerir það að verkum að erfitt er að vinna úti við húsbyggingu. Klóakið er komið eitthvað áleiðis og er gert ráð fyrir að hægt verið að steypa plötuna þá á föstudaginn.

Arinbjörn fékk teikningar af innréttingum inn í húsið og erum við á fullu að spá hvað verði gert í þeim málum. Einnig erum við að skoða flísar og heyta þær iris ;) það er mikið af flottum flísum frá þeim www.iris.lt

Jæja skelli inn myndum um helgina þegar við erum búin að steypa. Kveðja Íris


Lítið mun gerast næstu dagana

Jæja það verður ekki mikið gert næstu dagana í húsinu þar sem að Arinbjörn skellti sér til Litháein svona til að athuga með innréttingar og fleira inn í húsið. Það verður skellt sandi ofaní sökklana og svo á föstudaginn þegar Arinbjörn kemur aftur heim verður farið á fullt í það að setja niður klóakið og vonandi steypt svo platan á mán/þrið eftir það.  Þannig að það verður ekki mikið um blogg fyrr en þá .

 Kveðja Íris


Allt á fullu

Jæja þá ætlum við að setja upp smá heimasíðu þar sem að við ætlum að skrifa inn hvernig gengur að byggja þrymsalina ;) eins og staðan er núna eru komnir sökklar og eftir helgi verður farið í það að fylla þá af sandi. Þegar að það er komið verður komið fyrir klóaki.

Ferlið er nú samt búið að taka dáltið langan tíma þetta byrjaði allt síðasta sumar þegar að við fengum að vita að við hefðum fengið úthlutað lóð að þrymsölum 1. Þá var byrjað að spá í það hvernig við ættum að hafa húsið og keyrt um víðan völl til að skoða hús sem eru svipuð og það sem að við ætluðum að fara að byggja. Svo eftir áramót fóru að koma teikningar og erum við búin að breyta þeim smávægilega nokkrum sinnum. Í mars vorum við svo komin með teikningar sem að við vorum sátt við. Við þurftum að fara með þær í grendarkynningu og tók það nokkra mánuði og eftir að allt var samþykkt þá máttum við byrja og var byrjað að grafa 28. september.

Síðan þá er búið að steypa 3 x. Erum með fullt af myndum af því sem komið er núna og skellum við inn myndum til að sýna ykkur alveg eins fljótt og við getum ;) Myndirnar eru í annarri tölvu heldur en að ég er að skrifa á núna.

 Kveðja Íris


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband