28.8.2008 | 14:50
Var að setja inn myndir
Setti inn nokkar myndir. Ég skildi ekkert í því afhverju myndirnar sem ég var að reyna að setja inn þarna fyrir löngu síðan komu aldrei, en þegar ég ætlaði svo að reyna aftur núna áðan þá tók ég eftir því að myndplássið var búið. Þannig að ég tók út nokkrar gamlar myndir og bætti inn nýrri, þær eru undir LOKSINS hehe.
Á mánudaginn verður steypt gólfið uppi á 2. hæð en ég get ekki sett myndir af því inn því við erum þá að fara út til tyrklands. Þegar við komum aftur heim ætla ég að taka eitthvað meira til í albúminu svo að ég geti svo sett þá fleiri nýjar myndir inn.
Ég veit að ég er ekki duglegasti bloggari í heimi en ég skal vera aðeins duglegri eftir að við komum heim 9 sept. því núna á næstunni er svoltið verið að vinna í 2. hæðinni svi að ég hef eitthvað að skrifa um og setja inn nýjar myndir.
Kveðja Íris letibloggari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.