Fljótt að líða

Góðan daginn

Núna erum við búin að vera í tvær vikur og líður tíminn fljótt. Við erum búin að selja straumsalina svo að núna getum við sett allt á fullt aftur í það að klára það sem eftir er. Við þurfum að losa það sem eftir er að dótinu okkar í straumsölum núna á næstu dögum og í byrjun júlí afhendum við svo nýju eigendunum íbúðina.

Múrararnir voru í gærkvöldi að klára að múra bakhliðina og núna er þá bara eftir hjá þeim að múra aðeins inní gluggana, reyndar búnir með slatta af þeim en einhverjir eftir. Það verður sennilegast klárað í næstu viku og þá er hægt að rífa niður stillasann sem er í kringum allt húsið. Þá verður þetta flott að geta séð allt húsið án þess að það skyggir eitthvað á.

Erum ekki ennþá komin með heimasíma eða nettengingu svo að myndirnar bíða ennþá.

Kveðja Íris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband