26.5.2008 | 13:58
Styttist óðum
Jæja þá eru bara 4 dagar í flutning. Það er nú margt búið. Málarinn klárar sennilega í dag eða á morgun að mála allt, flísarinn er langt kominn með baðið mitt og múrarirnir eru búnir að setja fyrstu umferð af múr á húsið og á eina hlið eru þeir búnir að setja seinni umferðina á. Þær ætla svo að mæta í kvöld og halda áfram. Rafvirkinn er langt kominn með að setja tengla og svoleiðis.
Ég og mamma erum búnar að vera að týna dót upp í hús og aðeins byrjaðar að raða í skápa. Straumsalirnir eru að verða hálf tómir. Á morgun reiknum við með því að fara með rúmið hans Orra Páls og ætla ég að reyna að koma hans dóti fyrir svo að það verði búið.
Nýjasti meðlimur fjölskyldunar kom á laugardaginn og lýst honum bara vel á herlegheitin. Hann er búinn að skoða húsið vel ;) Hann heitir Gutti og er tæplega 3 mánaða Beagle hundur.
Er í vinnunni núna svo að ég skelli inn myndum í kvöld.
Kveðja Íris
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.