En gengur vel

Núna er búið að múra alla íbúðina niðri og byrjað að múra uppi. Úttektin var ekki í dag en þeir sögðu að þeir myndu koma einhver tíman á næstu tveimur dögum svo við vonum að þeir komi fyrir helgi. Ég og Alli vorum að kubba upp veggi í gær til að verða kl 21 og náðum við að gera helling.

Svo núna þarf að þrífa íbúðina mína áður en að pabbi getur byrjað að skella hitalögnunum á gólfið. Það er nú ekki langt í að íbúðin verði tilbúin ;) þegar búið er að setja hitalagnirnar þarf að flota gólfið og svo fínpússa veggina og mála og þá er bara allt tilbúið til að skella upp innréttingunum ;) svo að við ættum alveg að ná að flytja inn 30 maí ef ekkert klikkar.

Núna fara prófin að byrja hjá mér svo að það gæti komið fyrir að það verði eitthvað lengra á milli bloggfærslna en ég reyni að setja inn fréttir þegar ég hef smá tíma á lausu.

Síðustu daga er búið að vera þónokkuð um heimsóknir á síðuna en fólk er ekkert að kvitta fyrir sig hmmmm endilega kvitta því gaman er að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur.

Kveðja Íris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband