Hellingur að gerast

Hæ hæ núna er slatti að gerast, það var í dag byrjað að múra íbúðina mína. Búið er að rappa sem er lag sem er sett fyrst og svo er múrinn settur yfir það. Búið er að fara eina umferð yfir bílskúrinn með fínpúsningu og er verið að fara seinni umferðina núna.

Á efrihæðinni er verið að gera hitt og þetta, einangra í kringum gluggana, rífa í burtu spíturnar sem eru utan á húsinu sem voru settar þegar verið var að steypa þakkantinn. Búið er að rífa mest alla dokana úr lotftinu á efrihæðinni og milliveggir komnir áleiðis upp á þremur stöðum.

Kveðja Íris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband