3.3.2008 | 22:05
Íbúðin mín fokheld ;)
Jæja í dag var íbúðinni minni lokað þannig að hún er orðin fokheld. Það var settur hitaplásari inn í íbúðina þannig að það er byrjað að hitna þar inni og snjórinn byrjaður að bráðna ;)
Pabbi skellti hita á gólfið í bílskúrnum í dag. Gólfplatan var svakalega köld svo að það kemur bara kalt vatn út í staðin fyrir það sjóðandi heita sem fer í gegnum rörin í gólfinu.
Vinnuskúrinn sem að við erum búin að vera nota var tæmdur í dag og vonandi losnum við, við hann á morgun. Um leið og vinnuskúrinn verður tekinn kemur kranabílinn með kubbana sem að við munum nota við að hlaða upp milliveggjunum inn í íbúðinni.
Hef ekki frá fleiru að segja í dag. Kveðja Íris sem er að reyna að vera duglegri bloggari (bara fyrir Inga Snorra hehe)
Athugasemdir
Já mér lýst vel á þetta bloggað með nokkura daga millibili en ekki nokkura mánaða
. Gaman að sjá hvað gengur vél hjá ykkur núna, hlökkum til að koma suður og fá að skoða húsið. kær kveðja Ingi Snorri Dagný og Aron Gunnar
Ingi Snorri (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.