30.1.2008 | 14:13
Steypa steypa ;)
Jæja í morgun var byrjað að steypa útveggina á efri hæðinni. Skilst að það hafi gegnið eitthvað smá brösulega með fyrstu steypuna, að hún hafi verið of þykk en vonandi gekk betur með þær sem á eftir komu.
Það er ekki verið að steypa alla leið upp, þetta er ca 2/3 og verður sennilega steypt allaleið upp svo á föstudaginn ef veður leyfir, má ekki vera of kallt og það á víst búið að spá svaka frosti framundan svo að það kemur í ljós.
Það eru örugglega komnar einhverjar myndir inn á myndavélina svo að ég skelli þeim inn í kvöld. Kveðja Íris
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.