Myndir á morgun ég lofa

Hæhæ já ég veit að ég hef verið frekar óduglega við að skrifa og setja inn myndir undanfarna daga en ég skal bæta úr því á morgun. Ég er að kafna þessa dagana í verkefnum vegna skólans og því ekki haft mikinn tíma til að skella inn nýjum fréttum hér eða myndum og ekki er neinn annar í fjölskyldunni að skrifa hér nema ég eða skella inn myndunum Errm.

Jæja það sem er að gerast núna með þrymsalina er að það er búið að kubba upp neðri hæðina og er stefnt að því að steypa fljótlega eftir helgi. Eftir það verður farið í það að gera burðarveggi innandyra og svo platan ofan á það ;) Það er að koma mynd á húsið. Við vorum að setja Straumsalina á sölu http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=273507 og ef framhaldið á húsinu gengur vel og straumsalirnir seljast fljótt þá ættum við að flytja svona í kringum mars.

Jæja segi þetta gott núna en skelli inn myndum á morgun, þær eru í tölvunni hans pabba svo að ég verð að skella þeim inn í gegnum hans tölvu og kemst ég ekki í hana núna.

Kveðja Íris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband