Færsluflokkur: Bloggar

Platan steypt

Jæja þá var platan steypt loksins í dag. Veðrið búið að stríða okkur heilmikið undanfarið og erum við nú að vona að það fari nú að lagst eitthvað svo að við náum upp smá hraða. Næst á dagskrá er að byrja að kubba upp neðri hæðina og verður gaman að sjá þegar það fara að byrja að myndast veggir á húsið.

Reyni að skella inn myndum fljótlega ;)

Kveðja Íris


Veður setur strik í reikninginn

Jæja eins og landsmenn hafa tekið eftir hefur veðrið ekki verið skemmtilegt síðustu daga, mikil rigning og rok sem gerir það að verkum að erfitt er að vinna úti við húsbyggingu. Klóakið er komið eitthvað áleiðis og er gert ráð fyrir að hægt verið að steypa plötuna þá á föstudaginn.

Arinbjörn fékk teikningar af innréttingum inn í húsið og erum við á fullu að spá hvað verði gert í þeim málum. Einnig erum við að skoða flísar og heyta þær iris ;) það er mikið af flottum flísum frá þeim www.iris.lt

Jæja skelli inn myndum um helgina þegar við erum búin að steypa. Kveðja Íris


Lítið mun gerast næstu dagana

Jæja það verður ekki mikið gert næstu dagana í húsinu þar sem að Arinbjörn skellti sér til Litháein svona til að athuga með innréttingar og fleira inn í húsið. Það verður skellt sandi ofaní sökklana og svo á föstudaginn þegar Arinbjörn kemur aftur heim verður farið á fullt í það að setja niður klóakið og vonandi steypt svo platan á mán/þrið eftir það.  Þannig að það verður ekki mikið um blogg fyrr en þá .

 Kveðja Íris


Allt á fullu

Jæja þá ætlum við að setja upp smá heimasíðu þar sem að við ætlum að skrifa inn hvernig gengur að byggja þrymsalina ;) eins og staðan er núna eru komnir sökklar og eftir helgi verður farið í það að fylla þá af sandi. Þegar að það er komið verður komið fyrir klóaki.

Ferlið er nú samt búið að taka dáltið langan tíma þetta byrjaði allt síðasta sumar þegar að við fengum að vita að við hefðum fengið úthlutað lóð að þrymsölum 1. Þá var byrjað að spá í það hvernig við ættum að hafa húsið og keyrt um víðan völl til að skoða hús sem eru svipuð og það sem að við ætluðum að fara að byggja. Svo eftir áramót fóru að koma teikningar og erum við búin að breyta þeim smávægilega nokkrum sinnum. Í mars vorum við svo komin með teikningar sem að við vorum sátt við. Við þurftum að fara með þær í grendarkynningu og tók það nokkra mánuði og eftir að allt var samþykkt þá máttum við byrja og var byrjað að grafa 28. september.

Síðan þá er búið að steypa 3 x. Erum með fullt af myndum af því sem komið er núna og skellum við inn myndum til að sýna ykkur alveg eins fljótt og við getum ;) Myndirnar eru í annarri tölvu heldur en að ég er að skrifa á núna.

 Kveðja Íris


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband